|
Hnappasepaættbálkurinn Zoanthidea skiptist í tvo undirættbálka - Brachycnemina og Macrocnemina - eftir því hvernig lífhimnufellingarnar þeirra eru.
Hnappsepar líkjast að mörgu leyti sæfíflum td. hvernig þeir matast, en en hafa ekki kröftugan sting. Þeir skaða því sjaldnast nágranna sína. Hnappsepar framleiða eiturefnið palytoxín og efnið seratónín. Þeir eru harðgerðir og þola oft léleg vatnsskilyrði og dafna þar sem aðrir kórallar drepast.
Þeir nærast á þörunga- og dýrasvifi og að einhverju leyti á ljóstillífun.
|
|