|
Eastern Rosella Platycercus eximius eximius
Lýsing: Höfuð, efri hluti bringu og undirstélsblöðkur rauðar; kinnar hvítar; neðri hluti bringu gulur en kviður gul-grænn; fjaðrir á neðri hluta bringu og kviði með mjórri, dökkri brún; hnakka-, bak- og axlafjaðrir svartar með gulgrænni brún; innri miðvængblöðkur svartar; vængbeygja og ytri miðvængblöðkur bláar; aukavængblöðkur fölbláar; aukaflugfjaðrir og ytri hluti rótar aðalflugfjaðra og undirvængblöðkur bláar; neðra bak og efri hluti stélblaðka fölgrænn með fínni dökkri brún; efri hlið miðstélfjaðra dökkgræn með mjórri dökkblárri brún; ytri stélfjaðrir fölbláar með dökkblárri rót og fölum endum; undirhlið stéls fölblá; goggur ljósgrár-ljós; augnhringur mjór og grár-dökkgrár; augu dökkbrún; fætur gráir.
Óþroskaðir fuglar svipaðir og kvenfuglar en með daufari fjaðrir; aftari hluti hvirfils og hnakki grænn; fölt undirvængband til staðar; fá fullorðinsfjaðrir um 18 mánaða gamlir.
Lengd: 30 cm.
Lífslíkur: 30-35 ár.
Um kynin: Kvenfuglar eru minni og rauði liturinn daufari; brúnir bakfjaðra daufgrænn; hvítleitt undir- vængband til staðar í mörgum kvenfuglum; oftast smærri og goggurinn mjórri.
Uppruni: Mið- og suðurhluti New South Wales yfir til Victoriu og suðausturhluta Suður-Ástralíu; hafa sest að á Norðureyju Nýja-Sjálands.
Um fuglinn: Skrúðpáfinn er athafnasamur og verður fljótt hrekklaus. Ætti að hafa hann einan, sérstaklega um varptímann. Góður flugfugl og harðgerður. Hefur gaman af að baða sig og naga. Þarf að hafa nóg af greinum til að bíta í. Heldur sér oft á jörðinni þar sem hann getur krafsað í botninum. Þarf því reglulega að ormahreinsa hann ef hann er hafður utandyra.
Hávaðasemi: Miðlungs hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.
Staða í dag: CITIES II. Algengur.
Verð: Ótaminn 35.000 kr. Handmataður 70.000 kr.
|
|