|
zara skrifar: Ég er 14 ára stelpa og á Bonný, handmataða dísu. Bonný er 14 mánaða, ég er búin að eiga hana í ár (fékk hana 30. des 2003).Hún er mjög gjæf en gerir mikinn mannamun þ.e.a.s. vill frekar vera hjá mömmu og pabba heldur en mér, en er svolítið forvitin þegar það koma gestir sérstaklega ef þeir eru með gleraugu eða skartgripi. Hún elskar að láta klóra sér og tosa pínu í toppinn, og hefur gert frá fyrsta degi. Hún var strax eins og hún hefði alltaf átt heima hjá okkur. Hún er blendingur (venjuleg grá og perla ). Hún elskar að fara í bað, lætur vita þegar henni finnst komin baðtími með því að stinga sér í eldhúsvaskinn. Henni finnst mjög gaman að sitja úti í glugga og horfa á heiminn, en ennþá skemtilegra að fljúga og varð fúl (þunglynd) þegar við létum vængstífa hana, enda var orðið basl að koma henni inn í búrið. En hún er snögg að ná tökum á fluginu eftir stífingu, ótrúlega dugleg að fljúga á tveim flugfjöðrum. Hún hatar allt hollt (grænmeti og ávexti) en er vitlaus í allt óhollt. Hún er búin að verpa tvisvar en á engan kall. Hún er mjög hljóðlát og flautar frekar en að garga, hún kann úlfablístrið mjög vel, enda alltaf að því. http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?p=180085&highlight=#180085
Fia skrifar: Ég er 21 árs og Kjölur er tæplega tveggja ára dísargaukur. Hann er handmataður og við fengum hann um 6 vikna aldurinn. Hann er rosalega ljúfur og yndislegur, algjör kelirófa. Við urðum hinir mestu mátar frá fyrstu stundu og hann vill bara láta klappa sér og klóra daginn inn og út. Hann er algjört matargat og mjög fljótur að ná nýjum blístrum, hermir eftir símanum og svona. Hann er ekkert rosalega hrifinn af leikföngunum sínum – finnst mikið meira spennandi að naga rafmagnssnúrur eða símasnúrur eða þá að kroppa í okkur eigendurnar. Hann spjallar mikið við okkur en mest á ljúfu nótunum – einu skiptin sem hann er hávær er þegar að búrfélagi hans er að ganga fram af okkur í hávaða. http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=5341&highlight=kj%F6lur
asley skrifar: Ég er 22 ára og á dísu (Kára) sem er rúmlega 1 1/2 árs og er búin að eiga hann síðan hann var 6 vikna. Hann var handmataður og ég hélt áfram að mata hann þrisvar sinnum á dag í eina viku eftir að ég fékk hann og fannst mér það hjálpa okkur við að kynnast. Eftir þessa viku var hann orðin mjög hændur mér og í dag má ég ekki hverfa úr augsýn án þess að hann brjálist. Kostir hans eru þeir að hann er virkilega skemmtilegur, mikill karakter, finnst voðalega gaman að leika sér t.d. er uppáhaldsleikurinn hans að henda hlutum niður af borði og svo á ég að taka það upp og hann gerir þetta aftur. Einnig syngur hann oft voðalega fallega og er mjög lærdómsfús og kann að segja Halló ásamt því að blístra úlfaflautið. Gallar hans eru þeir að hann getur verið MJÖG hávær og þá öskrar hann eins og vitleysingur en það gerist bara ef hann sér mig ekki og ef að hann fær ekki að hafa hlutina eins og hann vill s.s. mikil frekja í gangi hjá mínum. Samt sem áður mæli ég virkilega með dísu af því að þær eru æðislega skemmtilegar og miklir kúrubangsar sem elska að láta klóra sér. http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=3699&highlight=asley
Fia skrifar: Ég er 21 árs og Þoka (eða Þorri því hún er víst hann – nafnabreytingin bara ekki gengin um garð ennþá) er eins og hálfs árs dísargaukur. Hún er óhandmötuð en alveg rosalega skemmtilegur karakter. Hún var rosalega stygg til að byrja með og hvæsti mjög mikið. Það var ekki fyrr en að hún fékk að nálgast okkar á eigin forsendum, þegar hún hafði verið hjá okkur í nokkra mánuði sem að við fengum að kynnast því hversu skemmtileg hún er. Hún er afskaplega sjálfstæð og óhrædd við að kanna heiminn – nagar allt sem að kjafti kemur og sér við öllum leikföngunum sínum. Hún á það enn til að hvæsa en það er allt á réttri leið. Eini ókosturinn við hana er að hún er hrikalega hávaðasöm. Hún lærði öll blístur búrfélagans á nokkrum vikum og hún vill rosalega mikið kjafta. Ef hún fær ekki alla þá athygli sem henni þóknast þá öskrar hún alveg út í eitt. Það er ferlega leiðinleg en þegar hún fær að vera laus þá er yfirleitt allt í góðu. http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=5341&highlight=%FEoka
gully skrifar: Ég er 13 ára og á handmataðan dísarpáfagauk (Elvis) sem er að verða 1 árs 29. janúar. Ég er búin að eiga hann í 3 mánuði. Það var svolítið erfitt að láta hann treysta mér fyrst og vildi ekki mikið láta mig strjúka sér og þannig, stundum beit hann en þá var það sko ekki fast. Eftir u.þ.b. hálfan mánuð þá var hann byrjaður að treysta mér og þá gat ég klórað honum og klappað. Núna er hann orðinn mjög góður og vill mikið naga og leika sér, honum er ekki mjög vel við aðra fugla. Hann er stundum með hávaða þegar hann er einn inni í búrinu sínu en það er bara út af því að hann vill vera hjá einhverjum (þá aðallega mér). Honum líkar ekki vel við annað fólk og leyfir ekki hverjum sem er að klappa sér og klóra. Honum finnst gott að kúra hjá manni og láta strjúka sér. Hann er duglegur að læra og kann mörg skemmtileg hljóð t.d. úlfablístrið og kyssuhljóð. http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=20807&highlight=elvis
*Fuglavinur* skrifar: Ég er 14 ára stelpa og á dísarpáfagauk sem heitir Ásta. Ásta er handmötuð frá Tjörva og er hún mjög góð og blíð. Ég fékk hana frá stelpu í Reykjavík þegar hún var rúmlega 1 árs og hún var mjög fljót að byrja að treysta mér. Núna er ég búin að eiga hana í 1 ár og það er búið að vera einstaklega skemmtilegt og frábær félagsskapur. Þegar við kynntumst fyrst var hún svolítið stygg og vildi auðvitað ekki leyfa mér að klappa sér og snerta alls staðar, en núna treystir hún mér mjög vel og leyfir mér að gera næstum allt við sig. Henni finnst samt ekki gaman að vera á hvolfi og finnst óþæginlegt að láta lyfta á sér vængjunum. Hún er algjör kelirófa og elskar að láta klóra sér og kjassa, hún getur samt verið voðalega mikil frekjudós. Gallar hennar eru samt að hún getur stundum verið soldið hávær sérstaklega þegar ég er ekki hjá henni eða hún sér mig ekki, þá getur hún fengið alveg öskurkast. Henni finnst mjög gaman í baði og elskar að fara með mér í sturtu. Hún leikur sér samt voðalega lítið að dótinu sínu nema einni grein sem henni finnst gaman að naga. Henni finnst líka gaman að naga allt skóladótið mitt þegar ég er að læra, og elta pennann þegar ég skrifa hehe. Uppáhalds maturinn hennar er popp og allt sem er óhollt, en samt fær hún ekki, henni finnst samt líka voðalega gott grænmeti og ávextir. http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=19557&highlight=%2Afuglavinur%2A
fiðrildi skrifar: Ég er 25 ára gömul og á handmataðann dísargauk sem er um níu vikna gamall. Ég er aðeins búin að eiga hann í tvær æðislegar vikur. Það hefur gengið vonum framar að kynnast fuglinum og allt gengið eins og í sögu. Hún vill mikið vera hjá mér og ég gef henni alltaf að borða á hverjum morgni og á kvöldin. Hún er ekki aðeins háð mér þó að ég gefi henni alltaf að borða og er líka sátt við mann minn og son. Ég get ekki nefnt neina galla við hana en kostirnir eru margir, hún er mjög gæf, skemmtileg og mjög svo forvitin. Hún verður eflaust enn betri þegar ég hef náð að þjálfa hana og hún búin að venjast okkur enn frekar. Hún er bara frábær. http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?p=250177&highlight=#250177
|