Ceratopteris cornuta
Uppruni: Hitabeltislönd
Hæð: 25-50 cm
Breidd: 10-30 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 15-28°C
Hersla (kH): mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5-8,5
Vöxtur: hraður
Kröfur: auðveld
Um plöntuna: Ceratopteris cornuta hentar vel bæði sem flotplanta og botnplanta. Ef laufblað er látið fljóta myndast græðlingar á brúnum þess sem er þá hægt að gróðursetja á botninum. C. cornuta vex hratt í góðri birtu og hindrar þörungamyndun með því að taka til sín mikið magn næringarefna. Þetta er ágætis byrjunarplanta í stórum búrum. Ræturnar veita seiðum gott skjól. Var áður kallað (ranglega) Ceratopteris thalictroides.
|