FiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
Á forsíðu
 

SALTVATN

ANNAÐ

Corallimorpharia

UNDIRSÍÐUR

Sveppasæfíflaættbálkurinn Corallimorpharia skiptist í fjórar ættir - Sideractidae, Corallimorphidae, Ricordeidae og Discosomatidae. Hinar þrjár síðarnefndu verða til umræðu hér. Sveppasæfíflar koma í fjölmörgum stærðum og litum.

Ættbálkurinn er lítt rannsakaður og flokkaður en sveppa- sæfíflarnir sjálfir eru harðgerðir og auðveldir í búrum. Innri bygging þeirra svipar mjög til harðra kóralla en þeir hafa ekki löngu gripangana til að veiða stærri svifdýr, heldur eingöngu litla hnúða (papillae) á yfirborðinu. Hver sveppur er sér og ótengdur öðrum. Þeir hafa nokkrar gerðir af stingfrumum en ekki jafnskæðar og á hörðum kóröllum. Flestir nærast með ísogi og bifhár færa æti sem festist á slímríku yfirborðinu að útstæðum munninum (hypostome).

Sveppasæfíflar geta dafnað við töluvert hátt nítratmagn og í lítilli birtu.

Þetta eru skemmtilegir kórallar sem henta í flest búr.

 Corallimorphidae
 
Discosomatidae
 
Ricordeidae

ric3
botn