Hygrophila corymbosa ''Siamensis''

Hygrophila corymbosa “Siamensis”

Uppruni: SA-Asía

Hæð: 20-30+ cm

Breidd: 20-40+ cm

Birtuþörf: mikil-mjög mikil

Hitastig: 20-30°C

Hersla (kH): mjög mjúkt-hart

Sýrustig (pH): 5,5-8

Vöxtur:
meðal

Kröfur:
meðal

Um plöntuna:
Þessi planta líkist hinni hefðbundnu Hygrophila corymbosa en er mun minni. Bilið milli blaða er mjög stutt og því verður plantan lítil og þétt. Hún myndar fjölda hliðarsprota sem auka á fegurð hennar. Í venjulegri birtu verða blöðin ljósgræn en efstu blöðin fá á sig rauðbrúnan blæ í sterku ljósi. Skorti ljós myndast lítil göt í blöðin og þau falla af.
  

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998