|
Yellow-crowned Amazon Amazona ochrocephala ochrocephala
Lýsing: Gultoppurinn er grænn að lit; brúnir hnakkfjaðra aðeins svartar; enni, hvirfill og stundum augnsvæði og mjaðmir gular; vængbeygja rauð; vængbrúnir gulgrænar; endar auka- og aðalflugfjaðra bláfjólubláar; rauður kassi á fjöðrum að ystu fimm aukaflugfjöðrum; stél grænt með grængulum enda; stél rautt frá rót að ytri stélfjöðrum sem eru með blárri brún; goggur grár og sá efri með rauðleitur hliðar; augu appelsínugul; fætur gráir.
Lengd: 36 cm.
Lífslíkur: 70-80 ár.
Um kynin: Enginn sjáanlegur útlitsmunur. Kyngreindir með DNA-aðferð.
Uppruni: Suður og Mið-Kólombía austan Andesfjalla og upp til Venesúela. Gvæjana, Frönsku Gvæjana og Súrínam að Rio Tapajós fljóti, Par, Norður Brasilía; Trínidad.
Um fuglinn: Gultoppurinn getur orðið frábær talfugl og hefur yndi af að læra heilu lögin utan að. Þeir eru blíðir og vinalegir við flesta en geta orðið frekir ef þeir komast upp með það.
Hávaðasemi: Talar og syngur mikið.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.z
Staða í dag: CITIES II. Í útrýmingarhættu.
Verð: Ótaminn 140.000 kr. Handmataður 220.000 kr.
|
|