Blyxa japonica
Uppruni: Asía
Hæð: 7-15 cm
Breidd: 5-10 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 22-28°C
Hersla (kH): mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-7,5
Vöxtur: miðlungs
Kröfur: mjög erfið
Um plöntuna: Blyxa japonica er tiltölulega nýkomin á sjónarsviðið sem búraplanta þ.a. reynslan af henni er lítil enn sem komið er. Almennt séð er hún erfið og þarf mjúkt vatn og viðbætt CO2 til að dafna. En jurtin er mjög skrautleg og myndar fallegan stilk með þéttvöxnum dökkgrænum blöðum. Mest prýði er af plöntunni í þyrpingum.
|