Egeria densa
Uppruni: Fjölþjóðleg
Hæð: 40-100 cm
Breidd: 3-5 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 10-26°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-mjög hart
Sýrustig (pH): 5-10
Vöxtur: mjög hraður
Kröfur: auðveld
Um plöntuna: Egeria densa er góð byrjunar- planta. Hraður vöxtur hennar kemur fljótt jafnvægi á nýuppsettu búri. Jurtin hindrar þörungavöxt með því að taka til sín mikið magn næringarefna úr vatninu. Hún gefur frá sér nokkurs konar fúkkalyf sem vinnur gegn myndun blágræns slýþörungs (bakteríu- tegundar). Vaxtarhraðinn fer að mestu eftir birtumagni og næringarframboði. Vöxturinn hættir ekki við óheppileg skilyrði, heldur lýsist jurtin og vafningarnir verða grennri.
|