Boxing Shrimp

Boxing Shrimp (Coral Banded Shrimp)
Stenopus hispidus

Stærð: 6-7 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf-Atlantshaf.

Um dýrið:
Skrautleg rækja sem heldur til í helli. Karldýrið er minna og grennra en kvendýrið. Þær eru best stakar eða í pörum, en geta ekki verið með öðrum af sama kyni. Þær eru með griplur á fyrstu þrem fótapörunum og hvíta þreifara sem þær banda fram og aftur til að auglýsa hreinsiþjónustuna sína. Rækjan rótar í botninum eftir æti en getur lagt smáfiska sér til munns. Hún er viðkvæmast við hamskipti og þarf að hafa nóg joð í vatninu til að þau takist vel. Hún er að öðru leyti reef-safe en viðkvæm fyrir nítratmagni í vatni og allan kopar. Búrvatnið þarf því að vera hreint og búrfélagar rólegir.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 30 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 2.390/2.890/3.890 kr.
         Par: 6.190/8.490/10.290 kr

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998