Crabs - krabbar

Krabbar eru stór og mikill hryggleysingjaættbálkur. Þeir vinna hin gagnlegustu störf í sjávarbúri við að hreinsa upp matarleifar, éta pöddur og halda þörungum í skefjum. Stærri tegundir geta þó angrað kóralla, snigla og skelfiska, og sumar jafnvel étið smáfiska. Þeir þola illa lyf og alls ekki kopar í búrvatninu. Krabbar skiptast í tvær meginættir. Annars vegar Brachyura (sannir krabbar) og hins vegar Anomura (kuðungakrabbar og svifveiðikrabbar).

Anomura
Brachyura

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998