|
Rækjuættirnar eru margar td. Alpheidae, Palemonidae, Hippolytidae, Rhynchocinetidae og Stenopodidae. Fulltrúar úr þeim öllum er að finna í sjávarbúrum. Rækjur eru yfirleitt langlífar í búrum og heillandi að fylgjast með þeim. Líkamslögun þeirra er önnur og samþjappaðri en humra og eðli þeirra annað - þær eru félagslyndar og sjást oft í torfum. Rækjur nærast á smáum skeldýrum, ormum, fiskum, þörungum og fleiru. Þær eru frá því á stærð við mýflugu og upp í 30 cm langar. Þær eru flestir einkynja og þurfa því maka til að fjölga sér. Þær skipta reglulega um ham og eru berskjaldaðar á meðan fyrir áreitni annarra. Nauðsynlegt er að setja viðeigandi snefilefni í búrvatnið svo að þær geti lokið hamskiptingunni farsællega.
|