Lobsters - humrar

Humraættin er stór og mikil en humrar af þrem ættbálkum koma við sögu í sjávarbúrum þ.e. sannir humrar (Nephropsidae), broddhumrar (Palinuridae) og töffluhumrar (Scyllaridae). Flestir sannir humrar eru of stórir og árásargjarnir fyrir heimabúr, en nokkrir broddhumrar eru vinsælir sökum smæðar (td. Blue Lobster) og ýmsir töffluhumrar (td. Spanish Slipper Lobster). Humrar eru flestir einkynja og þurfa því maka til að fjölga sér. Þeir skipta reglulega um ham og eru þá berskjaldaðir fyrir árásum annarra. Ekki má gleyma að setja viðeigandi snefilefni í búrið  þeirra svo að þeir geti lokið hamskiptingunni farsællega. Þetta eru öflug dýr, éta mikið og þeim fylgir mikill úrgangur, einkum stóru humrunum, en það kallar á gott hreinsikerfi eins og próteinfleyti.

Blue Lobster
Pink Lobster
Scarlet Crab

Lesning: http://www.wetwebmedia.com/marine/inverts/arthropoda/lobsters/sliplobsters.htm
             http://www.wetwebmedia.com/marine/inverts/arthropoda/lobsters/lobsters.htm

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998