Cichlasoma nigrofasciatum

Fangasiklíða
Convict Cichlid

Cichlasoma nigrofasciatum

Stærð: 12 cm

Kynin:
Kvenfiskurinn er litskrúðugri en karlfiskurinn. Fangasiklíðan er líka til alveg hvít og kvenfiskurinn verður þá laxableikur á kviðnum.

Um fiskinn: 
Þessir fiskar eru fallegir en varhugaverðir. Þeir eiga til að vera yfirgangssamir gegn öðrum fiskum.  Best er að hafa þá í búri með fiskum af sömu stærð.

Æxlun:
Það er mjög auðvelt að fá þá til að fjölga sér.  Parið velur sér stein eða holu og hrygnir þar. Þetta eru góðir foreldrar og verja ungviðið.  Seiðin fara að synda um eftir um viku.

Búrstærð: 100 l

Hitastig:  24°C

Sýrustig (pH): 7

Harka (gH): 5

Fóður: Þurrfóður

 

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998