Alaskan Malmute

Helstu staðreyndir:
 
Sleðahundur. Getur aðlagast borgarlífi. Þessi tegund þolir ekki hita vel. Hann þarf mikla hreyfingu reglulega. Þarf burstun tvisvar i viku.

Alaskan Malamute hvolpur

Alaskan Malamute
Alaska sleðahundur


Alaska sleðahundur er stæðstur og kröftugastur af sleðahundum. Hann ber sig sterklega og er úlfslegur í útliti. Þessi hrausti þrekmikli hundur hefur mikið úthald. Hann nýtur þess að leika sér og er góður með börnum, sem gerir hann að góðu gæludýri. Alaska sleðahundur er ekki mjög góður varðhundur,þar sem að hann geltir sjaldan,er ekki árasagjarn og mjög félagslyndur. Hann er frekar ríkjandi yfir öðrum hundum. Ströng og ákveðin þjálfun verður að vera frá unga aldri.


Hæð á herðarkamb:
Hundar: 65 cm.
Tíkur: 58 cm.

Þyngd:
Hundar: 38 kg.
Tíkur: 34 kg

Lífslíkur: 13 ár

Upprunaland:
Bandríkin

Saga:
Í margar aldir var Alaskan Malamute ómissandi fyrir innfædda í Alaska. Það var Inuita þjóðflokkur sem ræktaði Malamute tegundina og notaði hundana til veiða á hreindýrum og til þess að gæta aðseturs þeirra. Alaskan Malamute er ekki eins snöggur og Husky, en getur borið þyngri farm. Tegundin var viðurkennd árið 1935.

Hreyfiþörf:
Þessi tegund getur aðlagað sig að borgarlífi, en þeim líkar ekki einvera og þola ekki hreyfingaleysi. Til þess að þeim líði vel þurfa þeir langa göngutúra reglulega.

Feldhirða:
Það þarf að bursta Alaskan Malamute tvisvar sinnum í viku. Hann fer úr hárum tvisvar á ári, þá missir hann undirfeldinn.

Leyfilegir litir:
 
Hann getur verið ljósgrár yfir í litbrigði af svörtum. Hvítur er þó alltaf ríkjandi liturinn, hann er alltaf hvítur að neðan og partur af loppum og andliti hvítt af einhverjum hluta. Eini leyfilegi heilliturinn er hvítur. 

Fóður:
Royal Canin Medi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998