|
Fjár- og smalarhundar
Þessi hópur inniheldur Fjár- og smalarhunda fyrir utan Swiss Cattledog hundana.
Fjár- og smalarhundar geta verið mjög mismunandi í útliti og hegðun. Hinsvegar eiga þeir sameiginlegan bakgrunn, sem er að smala og vernda búfénað og aðstoða fjárhirða og bændur.
Að smala er ein sú sérhæfðasta hegðun sem er að finna í hundum þar sem það felur í sér alla hegðun rándýrs á veiðum fyrir utan síðasta skrefið sem er að drepa og éta bráðina. Þess vegna er smölun mikilvægasti hæfileikinn sem ræktendur vinnuhunda eru að reyna að ná fram. Þetta eru hressir og orkumiklir hundar sem henta oft vel í hundafimi, hlýðni, flugbolta og leit.
|