Spísshundar

Spísshundar og frumstæðir hundar

Til spísshunda teljast hundar með svipað byggingarlag og forfaðir þeirra úlfurinn. Þeir hafa upprétt eyru og samsvara sér vel. Norrænir og austurlenskir spísshundar hafa frumstæðan feld sem lítið hefur breyst í aldana rás. Feldurinn er tvöfaldur - ytri lengri hárin vernda hundinn en innri, styttri hárin halda á honum hita. Spísshundar frá Miðjarðarhafslöndum eru snögghærðir.
 
Spísshundar eru oft notaðir sem veiðihundar, dráttarhundar og varðhundar. Finnish Spitz og Norwegian Elkhound eru sérstaklega notaðir sem veiðihundar. Elghundurinn  við elgveiðar en sá finnski við fuglaveiðar og hrekur fuglana úr hreiðum sínum. Litlu spíss- hundarnir hafa oft sömu byggingu og þeir stóru en hafa verið sérræktaðir sem félagsdýr. Byggingarlag spísshunda er frumstætt en fagurt og gaman að fylgjast með hegðun þeirra sem hefur lítið breyst frá örófi alda. Vinnuhundar af þessu kyni geta verið erfiðir í þjálfun og þurfa styrka hönd og góðan aga.

Frumstæðir hundar eru yfirleitt um 14-18kg og ekki með hringað skott. Þeir hafa upprétt eyru og sumir smá brot efst á eyrunum. Dingo og New-Guinea Singing Dog eru dæmi um þá allra frumstæðustu.

Alaskan Malmute
Samoyed
Siberian Husky
Icelandic dog
Japanese spitz
Basenji

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998