|
Terrier Hundarnir eru mjög mismunandi að stærð og gerð. Ef vel er staðið að þjálfun þeirra og umhverfisþjálfun þá geta þeir orðið góðir og bráðskemmtilegir heimilishundar.
Þeir elska að hlaupa um og leika sér, hafa endalausa orku og er hin besta skemmtun að horfa á þá að leik. En jafnvel minnstu hundarnir eiga það samt til að narta/glefsa. Ef tekið er fyrir gjamm snemma þá geta þeir orðið hinir prýðustu varðhundar sem verja heimili sitt vel.
Terrier hundar eru notaðir í margskonar vinnu eins og t.d. í hundaslag, sem varðhundur og sérstaklega í að veiða smádýr eins og refi, rottur, greifingja og kanínur.
Þeir eru þekktir fyrir fastheldni sína og eru dáðir fyrir hæfileika sína til að veiða og vinna viðstöðulaust.
|