Basenji

Helstu staðreyndir:
Líflegur, njóta þess að leika sér. Frábærir með börnum. Þola illa að vera skildir eftir einir. Gelta ekki.

Basenji hvolpur

Basenji 


Basenji hundarnir eru höfðingjalegir hundar og mjög tígulegur. Þeir eru mjög líflegir en um leið með rólegan og sterkan persónuleika. Basenji eru blíðir, njóta þess að leika sér og eru frábærir með börnum. Þeir geta verið kuldalegir við ókunnuga. Basenji geltir ekki, en þeir “jóðla” þegar að þeir eru ánægðir. Þeir þurfa á strangri,en ástúðlegri þjálfun að halda.  

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 43 cm 
Tíkur: 40 cm.

Þyngd:
Hundar: u.þ.b 11 kg.
Tíkur: u.þ.b 9.5 kg.

Lífslíkur: 12 ár

Upprunaland:
Afríka

Saga:
Basenji eru upprunalega frá Congo, annað nafn þeirra er Congo Dog. Þetta er ein elsta hundategundin í heimi. Í Afríku eru þessir hundar notaðir til þess að vísa veiðimönnunum á bráðina og til þess að gæta þorpsins. Tegundin var flutt inn til Bretlands í kringum árið 1930 og til Bandaríkjanna árið 1940. Basenji tegundin er nú mjög vinsæl í Bandaríkjunum og svo virðist sem vinsældirnar aukist enn meira með árunum.

Hreyfiþörf:
Basenji getur aðlagast borgarlífi svo lengi sem hann fær góða daglega hreyfingu. Þeir þola illa að vera einir.

Feldhirða:
Þessir hundar hreinsa sig sjálfir með því að sleikja sig, eins og kettir. Þeir eru snögghærðir, en það er gott að nota serstakann hanska til þess að strjúka yfir feldinn á þeim.

Leyfilegir litir:
 
Alveg svartur, alveg hvítur, rauður og hvítur, svartur og ljósbrúnn, hvítur og ljósbrúnn með ljósbrúnan lit fyrir ofan augu. Hvítur litur á fótu, bringu og á endanum á skottinu.

Fóður:
Royal Canin Medi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998