Bearded Collie

Helstu staðreyndir:
Hann er barngóður og getur aðlagað sigl borgarlífi. Hann þolir kulda vel og semur oftast vel við aðra hunda. Hann er ekki mjög góður varðhundur.
 

Bearded Collie hvolpur

Bearded Collie (Beardie)
Skeggjakoluri


Hress hundur með gott jafnaðargeð, er hvorki feiminn né árásargjarn. Hann hefur gott sjálftraust er  ástúðlegur og alltaf til í að bregða á leik. Þeir tengjast eigendum sínum sterkum böndum og dýrka börn hans. Líkar ekki að vera skilinn eftir einn.Hann geltir mikið en er þrátt fyrir það ekki mjög góður varðhundur. Það þarf að gefa honum ákveðna þjálfun frá unga aldri.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 53 - 56 cm
Tíkur: 51 - 53 cm

Þyngd:
20 - 30 kg

Lífslíkur:
12 - 13 ár

Upprunaland:
Bretland

Saga:
Sumir halda því fram að elsti forfaðir Bearded Collie sé “Magyar Komodor” hundurinn frá mið Evrópu. Aðrir trúa því að hann komi frá blöndun af Skoskum Fjárhund og“Polski Owczarek Nizinny” sem er pólskur fjárhundur sem var þróaður í hálöndum Skotlands. Bearded Collie hvarf næstum á 20. öldinni, Old English Sheepdog kom í stað hans. En þökk sé vinnu skoskra ræktenda þá fór hann að fjölga árið 1950 og sú þróun heldur áfram enn þann dag í dag.

Hreyfiþörf:
Hann getur aðlagað sig borgarlífi ef hann er alltaf með eiganda sínum og fær að fara út að hlaupa daglega.

Feldhirða:
Bursta ætti hann lágmark tvisvar í viku til að halda feldinum flókalausum. Ef þetta er ekki gert er ógerlegt að ná flækjunum úr.

Leyfilegir litir:
Öll afbrigði af gráum, grásprengdum eða bláum leyfð. Hundurinnn er allur samlitur með eða án hvítra sokka, magi, bringa, háls og höfuð er hvítt. Brúnir flekkir eru ekki leyfilegir.

Fóður:
Royal Canin Maxi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998