Boxer

Helstu staðreyndir:
Hann er barngóður og getur aðlagað sig borgarlífi. Hann þolir hita vel og getur orðið mjög hlýðinn. Hann þolir kulda hinsvegar ekki vel. Feldhirðan er mjög lítil.
 

Boxer hvolpur

Boxer
Böggur

Boxer er massífur, orkumikill, ríkjandi og fullur sjálfstrausts. Þeir skulu vera rólegir, í góðu jafnvægi og félagslyndir. Hann myndar sterk bönd við fjölskyldu sína og verður henni alltaf tryggur. Árvökull og varkár gagnvart ókunnugum. Það sést að hann er óttalaus og hugrakkur verndari. Byrja ætti þjálfun á unga aldri.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 57 - 64 cm
Tíkur: 53 - 60 cm

Þyngd:
25 - 30 kg

Lífslíkur:
11 - 12 ár

Upprunaland:
Þýskaland

Saga:
Talið er að German Bullenbeisser og English Bulldog hafi verið blandað saman til að búa til nútíma Boxer hundinn árið 1890. Sumir telja þó að hann hafi verið búinn til með því að blanda saman Danziger og Brabanter Bullenbeisser hunda við aðra erlenda hunda. Fyrsti Boxerinn var sýndur árið 1896 í Munich Þýskalandi og tíu árum síðar var ræktunarstaðallinn ákveðinn. Þýski herinn notaði hundana í Fyrri heimsstyrjöldinni. Nú er Boxer mjög vinsæll bæði sem heimilishundur sem og varðhundur.

Hreyfiþörf:
Þarf talsverða hreyfingu og er mjög leikglaður.

Feldhirða:
Snöggur feldurinn þarfnast mjög lítillar feldhirðu..

Leyfilegir litir:
Fawn eða Brindle. Öll blæbrigði af Fawn alveg frá ljósbrúnum yfir í mahóní. Svört gríma. Brindle hundar er með dökkar eða alveg svartar rákir á ljósum bakgrunn. Hvítir flekkir eru leyfilegir.

Fóður:
Royal Canin Maxi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998