|
Briard (Berger de Brie) Bríari
Þótt Bríari líti helst út eins og stór bangsi þá er þetta stoltur, öflugur og þolinn hundur. Hann er lipur, samsvarar sér vel, hugrakkur, vitur og þróttmikill. Mjög ástúðlegur, tryggur og fjörugur. Hann tengist eiganda sínum sterkum böndum og finnst gaman að leika við börn. Hann er hlédrægur við ókunnuga. Þarf stranga þjálfun frá unga aldri því þeir geta verið svolítið þrjóskir og sjálfstæðir. Nær ekki fullum þroska fyrr en við 2 eða 3 ára aldur.
Hæð á herðarkamb: Hundar: 62 - 68 cm Tíkur: 56 - 64 cm
Þyngd: 34 - 40 kg
Lífslíkur: 11 - 13 ár
Upprunaland: Frakkland
Saga: Eins og Berger de Beauce, þá rekur Briard ættir sínar til “Plains Dogs” hunda frá héraði nálægt París. Nafnið “Chien de berger de Brie” lýsir síðhærðum fjárhundum sem voru fyrst notaðir árið 1809 á landbúnaðarsýningu Árið 1863 á fyrstu hundasýningunni í París vann tík ,sem líktist Briard mjög mikið í útliti, sýninguna og fékk titilinn “Besti hundur sýningar”. Árið 1988 skrifaði fréttamaðurinn P. Mégin í blaðið L’Eleveur (breeder): ,,Briard er blendingur af Barbet og Berger de Bauce, aðaleinkenni Briard er síður ullarkenndur feldurinn.” Ræktunarstaðallinn fyrir þetta hundakyn var saminn af franska fjárhundsklúbbnum árið 1897, var lýst einu afbrigði með ullarkenndan feld og öðru afbrigði með feld sem minnti á geitarhár. Síðarnefndi feldurinn varð síðan yfirráðandi og er nú eina feldgerðin sem er leyfð. Eyrun voru eitt sinn stífð til að úlfar eða aðrir hundar sem reyndu að ráðast á hjörðina til að erfiðara væri að ná taki á Briard hundinum þegar hann kom hjörðinni til bjargar.
Hreyfiþörf: Þarf nóg pláss og mikla hreyfingu.
Feldhirða: Bursta ætti hann reglulega til að feldurinn verði ekki mattur.
Leyfilegir litir: Svartur, Fawn og allir aðrir áþekkir litir leyfðir. Einnig tvílitir. Ekki hvítur. Dökkir litir eru æskilegir.
Fóður: Royal Canin Maxi línan
|