|
Dobermann (Doberman Pincher) Dofri
Líflegur, hugrakkur, árvakur og orkumikill. Hefur svolítið órólegan en einbeittan svip. Hundar af þessu kyni eru stoltir, ákveðnir og hvatvísir og verða að vera í góðu jafnvægi, með sjálfsstjórn og félagslyndir. Þarfnast valdamannslegs eiganda sem er sanngjarn, rólegur, þolinmóður og mildur. Dobermann er einstaklega húsbóndahollur og er treystandi fyrir börnum. Hann er með meðfædda verndunarhæfileika og er mjög varkár gagnvart ókunnugum. Hann er vanalega mjög friðsamur og vill helst ekki slást.
Hæð á herðarkamb: Hundar: 68 - 72 cm Tíkur: 63 - 68 cm
Þyngd: Hundar: 40 - 45 kg Tíkur: 32 - 35 kg
Lífslíkur: 12 ár
Upprunaland: Þýskaland
Saga: Saga Dobermann hefst í litlu þorpi í Þýskalandi, í héraðinu Taueringen. Þorpi sem nefndist Apolda. Louis Dobermann, þýskur skattheimtumaður, þróaði sinn eigin óttalausa varðhund til að vernda hann þegar hann fór að rukka skatta. Í kring um árið 1870 blandaði hann þó nokkrum árásargjörnum hundakynjum í stofninn (margir þeirra voru forfeður Rottweiler), þ.m.t. þarlenda fjárhunda (Black and tan Sheepdog), German Pincher, Bauceron og Rottweiler. Útkoman varð árvakur vinnuhundur, sveitahundur, varðhundur og lögregluhundur. Í veiðum var hann notaður til að reka burt rándýr. Síðar var Black and Tan Terrier blóði bætt í stofninn og líklega grayhound líka. Ræktunarstaðall Dobermann var settur árið 1910.
Hreyfiþörf: Þessir hundar þurfa pláss og hreyfingu til að brenna orkunni. Þeir sætta sig ekki við að vera bara bundnir úti.
Feldhirða: Bursta ætti hann reglulega til að halda feldinum fínum.
Leyfilegir litir: Svartur eða brúnn með skýra ljósbrúna flekki á trýni, kinnum, hálsi, bringu, leggjum og fótum..
Fóður: Royal Canin Maxi línan
|