|
German Shepherd Dog (Schafer) Þýskur Fjárhundur
Þýsku Fjárhundarnir eru mjög hlýðnir, húsbóndahollir og hafa mjög gott lyktarskyn. Hann er líflegur, áhugasamur og hægt að þjálfa hann mjög mikið. Þeir eru vinsælir fjölskylduhundar en stór hluti af þeim er notaður í vinnu eins og smalar- og lögregluvinnu með góðum árangri. Einnig eru þeir oft hjálpar- & blindrarhundar, varðhundar, sporhundar og notar herinn þá í vinnu líka.
Hæð á herðarkamb: Hundar: 60 - 65 cm Tíkur: 55 - 60 cm
Þyngd: Hundar: 30 - 40 kg Tíkur: 22 - 32 kg
Lífslíkur: 12 - 13 ár
Upprunaland: Þýskaland
Saga: Í endir 19 aldar valræktaði Max Von Stephanitz ýmsar gerðir af Þýskum Fjárhunum frá mið-og suður Þýskalandi. til að fá út mjög hæfan vinnuhund. Collie blóði var einnig bætt í ræktunina. Þetta hundakyn var fyrst sýnt á Hanover sýningunni árið 1982. Þýski fjárhundurinn er nú orðinn eitt þekktasta hundakyn heims og hefur staðið sig vel í allskyns vinnu.
Hreyfiþörf: Mikil hreyfi og vinnuþörf.
Feldhirða: Ekki mikil feldhirða.
Leyfilegir litir: Svartur með rauðbrúnum, dökkbrúnum, brúnum eða ljós gráum merkingum. Blanda af svörtum og dökk gráum. Svört gríma og skykkja. Litlir hvítir blettir er leyfilegir á bringu. Undirfeldurinn er ljós grár.
Fóður: Royal Canin Maxi línan
|