Giant Schnauzer

Helstu staðreyndir:
Þolir kulda vel og getur verið góður í hlýðni.. Getur aðlagast borgarlífi og er góður varðhundur. Ekki alltaf góður með öðrum hundum..

Giant Schnauzer  hvolpur

Giant Schnauzer
Risa Snasi


Schnauzer eru hugaðir, orkumiklir, hvatvísir (þó í góðu jafnvægi), harðgerir, stoltir og yfirráðagjarnir. Giant Schnauzer er rólegri en minni fjörugu Snauzer hundarnir. Þessi tryggi ástúðlegi hundur elskar börn og er frábært gæludýr. Sífellt á verði, tortrygginn við ókunnuga og mjög áreiðanlegir. Standard og Giant Schnauzer eru frábærir varðhundar. Þeir þurfa ákveðna þjálfun og mikla athygli.

Hæð á herðarkamb:
60 - 70 cm

Þyngd:
30 - 40 kg

Lífslíkur:
11 - 12 ár

Upprunaland:
Þýskaland

Saga:
“Schnauzer” þýðir trýni á þýsku þannig að þetta hundakyn var nefnt eftir áberandi loðna trýninu. Alveg þar til á nítjándu öld voru Schnauzer hundarnir taldir vera grófhærðir Pincher hundar. Það eru 3 stærðir af Schnauzer. Ekki er vitað um forfeður Standard Schnauzer þar sem hann hefur verið til svo lengi. E.t.v. má rekja rætur hans til Biberhund eða “rough-haired ratter”, eða til einhverra fjárhunda.
Standard Schnauzer var aðallega notaður til meindýraveiða. Giant Schnauzer er talinn vera blanda af Standard Schnauzer, Great Dane og Belgian Cattle Dog. Svo gæti Giant Schnauzer auðvitað verið einfaldlega stærri gerð ræktuð af Standard Schnauzer. Hann var dreginn upp í einu listaverki Albrect Durer og er líklega uppruninn frá Wurtenberg héraðinu í Þýskalandi. Þessir hundar vörðu bóndabýli og sáu um að halda hesthúsunum meindýralausum.
Miniature Schnauzer var þróaður í kring um árið 1880 með því að valrækta minnstu Standard Schnauzer hundana. Í Evrópu var Giant Schnauzer vinsælasta gerðin en í enskumælandi löndum er Miniature Schnauzer algengari.
Sumir telja að Miniature Schnauzer hafi verið búinn til með því að blanda Affenpinscher og Miniature Pincher við Schnauzer og jafnvel Poodle þó það sé heldur ólíklegt.

Hreyfiþörf:
Þetta eru virkir hundar sem þurfa pláss og talsverða hreyfingu til að halda sér heilbrigðum á líkama og sál.
Feldhirða:
Dagleg burstun og svo þarf hann að fara til hundasnyrtis á 3 mánaða fresti.

Leyfilegir litir:
Svartur eða pepper & salt (grár). Dökk gríma. Hvítir flekkir eru óæskilegir

Fóður:
Royal Canin Maxi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998