|
Gotfiskar eru á meðal vinsælustu búrfiskanna, enda oftast auðvelt að ala þá. Þeir gjóta lifandi ungum á u.þ.b. 28 daga fresti miðað við stofuhita. Þetta eru algengir og litríkir fiskar sem eru mikið á hreyfingu og gaman að fylgjast með ærslum þeirra. Nokkrar megintegundir tilheyra þessum hópi ss. gúbbar, sverðdragar, mollar og plattar.
Einnig eru til sjaldséðari gotfiskategundir td. ættkvíslirnar Allodontichthys, Alloophorus, Allotoca, Ameca, Ataeniobius, Chapalichthys, Characodon, Dermogenys, Girardinichthys, Goodea, Hemirhamphodon, Hubbsina, Ilyodo, Limia, Nomorhamphus, Skiffia, Xenoophorus, Xenotaenia, Xenotoca og Zoogoneticus. Þær verða allar teknar til umfjöllunar hér í fyllingu tímans. En fyrst verður fjallað um algengustu tegundirnar.
|
|