Great Dane

Helstu staðreyndir:
Hann er barngóður og getur aðlagað sig borgarlífi ef hann fær daglega göngutúra.  Hann er oftast góður með öðrum hundum og þarf ekki mikla hreyfingu. Lítil feldhirða.

Great Dane hvolpur

Great Dane (German Mastiff, Deutsche Dogge)
Stóri Dani


Stóri Dani er einn friðsælasti Mastiff hundurinn. Hann er sérlega ljúfur, blíðlegur, næmur og ástríkur, sérstaklega við börn. Rólegur, í góðu jafnvægi, geltir sjaldan og er aldrei árásargjarn að ástæðulausu. Hann er árvakur og verndar svæði sitt og eigandans. Varkár gagnvart ókunnugum. Hefja verður þjálfun snemma og ætti hún að vera ákveðin en þó verður að sýna þolinmæði.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: a.m.k. 80 cm
Tíkur: a.m.k. 72 cm

Þyngd:
50 - 70 kg

Lífslíkur:
9 - 10 ár

Upprunaland:
Þýskaland

Saga:
Þessi stóri Mastiff hundur er talinn vera kominn af Tibetian Mastiff sem kom fyrst til Evrópu með Fönikíumönnum. Á miðöldum voru hinsvegar til tvær útgáfur af þessum Mastiff. Minni gerðin var mjög kraftmikil með gott þol og var straumlínulagaðri. Þeir veiddu í hópum þá ýmist villisvín, úlfa eða birni. Stærri gerðin var notuðu sem varðhundur.

Hreyfiþörf:
Þarf pláss og næga hreyfingu en þó má ekki hreyfa hann of mikið á meðan hann er að vaxa. Hann vex mun lengur en flest önnur hundakyn og ef hann er hreyfður of mikið of snemma þá geta mjaðmir og önnur liðamót skemmst.

Feldhirða:
Bursta yfir feldinn reglulega, annars lítil umhirða.

Leyfilegir litir:
Brindle: Aðallitur er frá ljósum yfir í dökk gulgylltan lit sem er æskilegt að hafi dökka grímu.
Fawn: Ljós til dökk gulgylltur, dökk gríma æskileg.
Black: Glansandi svartur litur, hvítir flekkir leyfilegir.
Blue: Hreinn stálblár litur. Hvítir flekkir á bringu og/eða fótum leyfilegir.
Harlequin: Alhvítur með misstóra glansandi svarta flekki dreift yfir líkamann.
 

Fóður:
Royal Canin Giant
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998