Icelandic dog

Helstu staðreyndir:
Frábær smalahundur, blíður við fólk, hæfur sem varðhundur. Þarf mikla hreyfingu.

Íslenskur fjárhunda  hvolpur

Iceland dog 
Íslenski fjárhundurinn


Íslenski fjárhundurinn frábær við smölun. Hann er með mjög sterkann persónuleika, hann er blíður og góður við fólk. Hann geltir mikið og er því góður varðhundur. Íslenski fjárhundurinn þarf stranga og góða þjálfun. 

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 42 til 48cm.
Tíkur: 38 til 44 cm.

Þyngd:
Hundar: 10 til 15 kg.
Tíkur: 10 til 15 kg

Lífslíkur: 12 ár

Upprunaland:
Ísland - England

Saga:
Íslenski fjárhundurinn er komin af skandínavískum fjárhundum. Talið er að hann hafi komið til Íslands með landnámsmönnunum, þá var hann notaður við búfjársmölun ofl. Á nítjándu öld dó þessi tegund næstum því út,en var bjargað af hundaræktendum bæði á Íslandi og á Englandi.   
 
Hreyfiþörf:
Þessi tegund er vön því að vera úti og í sveit. Því þurfa þeir mikla hreyfingu og mikið pláss til þess að hlaupa.

Feldhirða:
Hann þarf reglulega burstun .

Leyfilegir litir:
Íslenski fjárhundurinn hefur mörg litbrigði. Gulur, allt frá ljósgulum til brúnguls, gráir, svartir, mórauðir. Ath. alltaf skal þó einn litur vera ríkjandi

Fóður:
Royal Canin Medi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998