Leonberger

Helstu staðreyndir:
Þolir kulda vel en er ekki góður varðhundur. Er oftast góður með öðrum hundum og góður í hlíðni. Mikil feldhirða.

Leonberger hvolpur

Leonberger
Ljónbergur

Leonberger er flugsyndur og þolir alls kyns veðráttu. Hann er hress en þó rólegur og sjálfsöruggur. Hann geltir bara til að vara við ókunnugum. Eru mjög húsbóndahollir, námsfúsir, elska eiganda sinn og eru sérlega ljúfir við börn. Þó hann sé nokkuð óárennilegur á að líta þá bítur hann yfirleitt ekki. Vegnar stærðar hans þá þarf að hefja þjálfun snemma og kenna hundinum að ljúfur. Hann nær fullum þroska um 3 ára aldurinn.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 72 - 80 cm
Tíkur: 65 - 75 cm

Þyngd:
60 - 80 kg

Lífslíkur:
9 - 11 ár

Upprunaland:
Þýskaland

Saga:
Þetta hundakyn er nefnt eftir bæ í Wurtemberg í Þýskalandi þar sem talið er að þessir hundar hafi lifað þar í mörg ár, eða jafnvel að þeir séu nefndir eftir bænum Löwenberg í Sviss. Sumir sérfræðingar telja að hann sé komnn af Tibetian Mastiff á meðan aðrir halda að maður sem var nefndur Heinrich Essig, frá bænum Leonberg, hafi blandað saman Newfoundland hundi, St. Bernards og Great Pyrenees árið 1846 til að fá fram Leonberger hund.
Hinsvegar eru meiri líkur á að Leonberger séu frá Greater Swiss Mountain Dog, hundakyn komið af St. Bernard hundunum. Ræktunarstaðallinn var fyrst settur árið 1895 og viðurkenndi FCI hann árið 1973.

Hreyfiþörf:
Þarf mikla hreyfingu og pláss til að hlaupa. Vill alls ekki vera bundinn úti eða skilinn einn eftir.

Feldhirða:
Bursta þarf hann a.m.k. vikulega en oftar þegar hann er að fara úr hárum.

Leyfilegir litir:
Ljónalitur: Gulbrúnn, gylltur gulur eða rauðbrúnn með svarta grímu. Litlir hvítir flekkir leyfilegir á bringu. Gulbrúnn með svörtu á endum háranna (Sable) með svarta grímu er einnig leyfilegur.
Kragi, buxur (hár aftan á fótleggjum), lærum og skotti mega vera ljósari að lit heldur en restin af líkamanaum.
 

Fóður:
Royal Canin Giant
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998