|
Newfoundland Nýfundnalandshundur
Þessi ljúfi, vingjarnlegi, sérlega tryggi hundur er með gott jafnaðargeð og ástúðlegur. Hann elskar börn. Þó hann sé óárennilegur útlits þá er hann ekki varðhundur. Hann er björgunarhundur að eðlisfari. Vegna þess hversu viljugur hann er að stökkva í sjóinn og synda svo klukkutímum skiptir til bjarga drukknandi fórnarlömbum hefur hann verið kallaður St. Bernards hundur sjósins (St. Bernard of the sea). Hann þarf ákveðna þjálfun en líka mikla þolinmæði því þessi ljúfi risi nær ekki fullum tilfinningalegum þroska fyrr en um 2 ára aldur.
Hæð á herðarkamb: Hundar: 71 u.þ.b. cm Tíkur: 66 u.þ.b. cm
Þyngd: Hundar: 64 - 69 kg Tíkur: 50 - 54,5 kg
Lífslíkur: 9 - 11 ár
Upprunaland: Kanada
Saga: Sérfræðingar telja að þetta hundakyn gæti verið upprunnið frá skandinavísku bjarnar hundunum (Bear dogs) sem voru fluttir til Noregs á 16 öld, eða kannski Labrador, Molesser hundar sem víkingarnir fluttu með sér, Leonberger , St. Bernard, Great Pyrenees sem Baskur maður hafi kynnt til sögunnar. Í raunini er ekki vitað hvernig forfeður Newfoundland hafi komist til Nýfundalands í Kanada. Á 19 öld tóku franskir fiskimenn Newfoundland og fluttu til Frakklands.
Hreyfiþörf: Þarf pláss í kring um sig til að ærslast en annars bara meðalhreyfingu. Passa verður að hreyfa hann ekki á meðan hann er hvolpur og beinin að vaxa.
Feldhirða: Bursta yfir hann allan c.a. tvisvar í viku..
Leyfilegir litir: Svartur, Brúnn (súkkulaði eða brons), Landsheer (Bresk-amerísk týpa aðeins svartur og hvítur leyfilegur).
Fóður: Royal Canin Giant línan
|