Old Engish Sheepdog

Helstu staðreyndir:
Hann er barngóður og getur aðlagað sigl borgarlífi. Honum líður ekki vel í of miklum hita. Hann er góður varðhundur.
 

Old English Sheepdog hvolpur

Old Engish Sheepdog (Bobtail)
Gamli Tjalli


Old English Sheepdog er þróttmikill og fjörugur hundur. Hann er hvorki óttasleginn né árásargjarn. Þetta ástúðlega hundakyn er rólegt með gott jafnaðargeð. Stundum kallaður “Nanny dog” eða barnafóstran því hann passar alltaf upp á börnin. Þó hann hafi hjarta verndara þá er hann ekki árásargjarn og bítur ekki.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: lágmark 61 cm
Tíkur: lágmark 56 cm

Þyngd:
25 - 30 kg

Lífslíkur:
12 - 13 ár

Upprunaland:
Bretland

Saga:
Það er deilt um forfeður Old English Sheepdog. Sumir telja að þetta hundakyn hafi komið fram langt á undan öllum öðrum fjárhundum, þ.m.t. hinum útdauða Italian Mastiff, og að Rómverjar hafi kynnt hana fyrst til sögunnar. Aðrir halda því fram að sé blanda af Meginlands og Enskum Fjárhundi eins og Puli og Briard.
Hundurinn var fyrst sýndur á hundasýningu í Birmingham árið 1873. Hann var viðurkenndur í Bretlandi 1888 og var fyrsti Old English Sheepdog klúbburinn stofnaður í bandaríkjunum árið 1900.

Hreyfiþörf:
Hann getur aðlagað sig borgarlífi ef hann er alltaf með eiganda sínum og fær að fara út að hlaupa daglega.

Feldhirða:
Bursta ætti hann daglega til að feldurinn flækist ekki.

Leyfilegir litir:
Öll afbrigði af gráum, grásprengdum eða bláum leyfð. Hundurinnn er allur samlitur með eða án hvítra sokka, magi, bringa, háls og höfuð er hvítt. Brúnir flekkir eru ekki leyfilegir.

Fóður:
Royal Canin Maxi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998