Rottweiler

Helstu staðreyndir:
Þolir ekki mikinn hita og er ekki alltaf góður með öðrum hundum. Er frábær varðhundur, á auðvelt með að læra og getur aðlagað sig að borgarlífi. Feldhirðan er lítil.

Rottweiler hvolpur

Rottweiler
Slaktarir


Rottweiler sýnir mikið þol, er harðgerður, í góðu jafnvægi og friðelskandi þó hann sé mjög sterkur og forystuhundur alveg inn að beini (sérstaklega karlhundarnir). Hann verður að sýna yfirvegað útlit og hann geltir aldrei að ástæðulausu. Myndar mjög sterk bönd við eiganda sinn og er honum mjög dyggur, er þolinmóður við börn. Þessi óttalausi hundur er frábær varðhundur, sérstaklega með sitt ógnvekjandi útlit. Hefja þarf þjálfun mjög snemma og skal hún vera ákveðin (þó mild) til að hundurinn muni hlýða óhikað. Hundarnir spegla oft persónuleika eigandans. Ef farið er rangt með þá geta hundarnir orðið stórhættulegir.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 61 - 68 cm
Tíkur: 56 - 63 cm

Þyngd:
Hundar: um 50 kg
Tíkur: um 42 kg

Lífslíkur:
11 - 12 ár

Upprunaland:
Þýskaland

Saga:
Sumir halda að þessi þýski hundur sé kominn af Bavarois Bouvier hundinum. Aðrir trúa að hann sé kominn af Roman Molosser hundunum sem komu til Þýskalands í innrás Rómverja. Á miðöldum var þessi kraftmikli hugrakki hundur þegar að vernda hjarðir og nautgripakaupmenn gegn glæpamönnum þorpsins Rottweiler í Wurtemberg, Þýskalandi.
Slátrarar héldu þessa hunda oft og því voru þeir oft kallaðir “butcher dog” eða slátrara hundarnir. Fyrsti Rottweiler klúbburinn var stofnaður árið 1907. Í fyrri heimsstyrjöldinni þjónaði Rottweiler líka þýska hernum. Þetta hundakyn var viðurkennt árið 1966 og varð heimsþekkt í kring um árið 1970.

Hreyfiþörf:
Þarf töluvert mikla hreyfingu og gott pláss. Líka ekki að vera lokaður inni eða bundinn úti.

Feldhirða:
Bursta skal yfir hann daglega..

Leyfilegir litir:
Svartur með vel afmörkuðum brúnum flekkjum á kinnum, fyrir ofan augu, á munni, framan á hálsi undir munninum, bringunni, fótum og undir skottrót.

Fóður:
Royal Canin Maxi
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998