|
Siberian Husky Síberískur sleðahundur
Síberísku sleðahundarnir eru sleðahundar. Þeir eru mjög sjálfstæðir. Sem gæludýr eru þeir blíðir og félagslyndir en þeir eru ekki góðir varðhundar vegna þess að þeim lyndir vel við ókunnuga . Þeir eru ekki árásargjarnir á aðra hunda en þurfa stranga þjálfun.
Hæð á herðarkamb: Hundar: 54 til 60 cm. Tíkur: 51 to 56 cm.
Þyngd: Hundar: 20,5 til 28 kg. Tíkur: 15,5 til 23 kg.
Lífslíkur: um 12 ár
Upprunaland: Norður Ameríka
Saga: Síberískir sleðahundar eru upprunalega frá Norður Síberíu. Þeir eru líklega komnir af úlfum, en þeir voru ræktaðir af Chukchi sem var innfæddur þjóðflokkur þar. Árið 1909 var tegundin kynnt í Kanada sem sleðahundar. Tegundin kom til Evrópu árið 1950.
Hreyfiþörf: Síberísku sleðahundarnir eru ræktaðir til þess að vera úti og verða mjög óhamingjusamir lokaðir inni. Þeir þurfa mjög mikla hreyfingu til þess að halda heilsu.
Feldhirða: Hann þarf burstun vikulega.
Leyfilegir litir: Það eru allir litir frá hvítum til svarts leyfilegir.
Fóður: Royal Canin Medi línan
|