St. Bernard

Helstu staðreyndir:
Þolir ekki mikinn hita en þolir kulda vel. Hentar borgarlífi ekki vel. Barngóður.

St. Bernard  hvolpur

St. Bernard
Bernharðshundur

Þessi friðsæli, rólegi, næmi og vingjarnlegi hundur er mjög félagslyndur, helgar sig eiganda sínum og dáir börn hans. Mismunandi í kring um ókunnuga og getur orðið árásargjarn ef nauðsyn krefur. Þörf er á ákveðinni þjálfun.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: a.m.k. 70 cm
Tíkur: a.m.k. 65 cm

Þyngd:
55 - 100 kg

Lífslíkur:
9 - 11 ár

Upprunaland:
Sviss

Saga:
Talið er að St. Bernard sé kominn af hinum forna Molosser hundum sem blönduðust Alp hundum. Rætur hans má rekja til Sviss þar sem munkarnir á Saint Bernard Sæluhúsinu (sem var stofnað á miðöldum) þróuðu þetta hundakyn á 12 öld.
Hann fékk fljótt á sig gott orðspor sem fjallbjörgunarhundur. Frægasti St. Bernard hundur sögunnar er líklega hann Barry sem fæddur var árið 1800, bjargaði 40 manns á 10 ára tímabili. Fyrir árið 1830 var St. Bernard með snöggan feld. Seinna var þeim blandað við Newfoundland og þá varð síðhærðai gerðin til. Nú er síðhærða gerðin algengust.
Hann hefur verið kallaður ýmsum nöfnum eins og t.d. Mountain dog (fjallahundurinn), Alpine Mastiff og Barry dog en þetta hundakyn var viðurkennt ári 1880 og var þá kallaður St. Bernard. Fyrsti svissneski St. Bernard klúbburinn var stofnaður í Basel árið 1884 og ræktunarstaðallinn var settur í Bern 1887.

Hreyfiþörf:
Þarf gott pláss og langar göngur daglega.

Feldhirða:
Bursta hressilega yfir hann daglega. Felduri oftast loðinn en getur verið snögghærður.

Leyfilegir litir:
Hvítur með frekar stórum rauð-brúnum flekkjum, rauðbrúnn bröndóttur er leyfilegur. Helst á hann að hafa dökkan lit á höfði.

Fóður:
Royal Canin Giant
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998