African Angel

African Angel (Golden-tail Angelfish)
Pomacanthus chrysurus

Stærð: 30 cm

Uppruni:
Indlandshaf.

Um fiskinn:
Föngulegur engill þegar hann er fullvaxta með gulan sporð (sjá neðstu mynd). Frekar feiminn í fyrstu og felugjarn en það lagast er hann venst nýju umhverfi. Þarf nokkra góða felustaði og mjög góð vatnsgæði. Þetta er sjaldséður fiskur í búrum og þarf góða umönnun. Getur verið yfirgangssamur við suma aðra engla, fiðrildafiska og leðurblökufiska. Ungviðið er töluvert öðruvísi útlits (sjá efstu mynd). Miðlungs harðger fiskur fyrir lengra komna. Getur nartað í kóralla og hryggleysingja.

Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu grænfóðri og kjötmeti, stundum svampar. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 380 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: J (ungv.): 12.390/16.590/21.590 kr.
         A (fullorð.): 26.990/36.990/50.090 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998