Í hnúðhausaættinni Plesiopidae eru 11 ættkvíslir og 38 tegundir m.a. Blue Forktail, Marine Betta og Yellow Forktail. Þessir fiskar hafa rúnnað höfuð og kallast stundum djöflafiskar. Þeir eru feimnir og hlédrægir, einkum bettan. Þetta eru munnklekjarar og karlinn geymir frjóvguð hrognin upp í sér í 15 daga uns lirfurnar skríða úr eggi. Þeir þurfa rólegt umhverfi með nóg af felustöðum og góð vatnsskilyrði.
|