Í ættinni Pseudochromidae eru 16 ættkvíslir með um 98 tegundir m.a. Orchid Dottyback, False Gramma. Þessir mjóslegnu, ílöngu fiskar eru flestir um 10 cm á lengd (sumir allt að 50 cm) og halda sér í sprungum og gjótum. Þeir nærast á smáfiskum og hryggleysingum. Hængurinn ver hrognin. Sumar tegundir eru munnklekjarar. Þetta eru afar litfagrir fiskar sem þekktir eru fyrir yfirgang og skapbræði og henta því ekki með rólyndari fiskum. Margir eru eru reef- safe en gætu átt til að ráðast á hryggleysingja svo sem rækjur í hamskiptum, en aðrir eru ránfiskar sem svífa einskis. Annars eru þeir harðgerðir og falleg viðbót í kórallabúri.
|