Í englaættinni Pomacanthidae eru 9 ættkvíslir og 74 tegundir m.a. Asfur Angel, French Angel, Emperor Angel, Coral Beauty, Lemon Peel. Þessir gullfallegu og tignarlegu fiskar þekkjast á útstæðu beini neðan á tálknunum sem aðgreinir þá frá frændum þeirra, fiðrildafiskunum (Chaeto- dontidae) sem hafa ekki þennan beinbrodd. Þetta eru þörunga- og svampaætur sem finnast á kóralrifum víða um heim. Þeir skiptast í þrjá flokka eftir stærð: dvergengla (ættkvíslina Centropyge) sem þurfa 80-120 lítra búr, miðlungsstóra engla (ættkvíslirnar Genicanthus, Chaeto- dontoplus og fleiri) sem þurfa 120-400 lítra búr og stóra engla (ættkvíslirnar Holacanthus og Pomacanthus) sem þurfa 400 lítra búr eða stærra. Allir þurfa hreint vatn, vel þroskað búr með nóg af þörungum og þangi til að bíta. Margir eru reef-safe en alls ekki allir því að sumir narta í kóralla og botnlífverur.
|