Asfur Angel (Arabian Angelfish) Pomacanthus (Arusetta) asfur
Stærð: 40 cm
Uppruni: Rauðahaf, Adenflói.
Um fiskinn: Tígullegur engill. Áður sjaldséður og dýr en núna algengari (sjá neðri myndir). Mjög hlédrægur í fyrstu og felugjarn og getur tekið nokkrar vikur að fá hann til að éta. Þarf góða felustaði og mjög góð vatnsgæði. Getur verið yfirgangssamur við suma aðra engla. Hafður stakur í búri. Ungviðið er töluvert öðruvísi útlits (sjá efstu mynd). Miðlungs harðger fiskur fyrir lengra komna. Getur nartað í kóralla og hryggleysingja.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu grænfóðri og kjötmeti, stundum svampar. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 510 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 19.290/24.690/30.890 kr.
|