|
Australian Shepherd Dog (Beardie) Ástralskur Fjárhundur
Ástralski Fjárhundurinn er sérlega fjörmikill, harður af sér og sprettharður. Þessi greindi hundur getur smalað stórum hjörðum allt að 60 km á dag. Fyrir utan að vera fyrirtaks smalarhundur þá er hann gætir hann einnig heimili húsbóndans. Hann er ástúðlegur, ljúfur, skapgóður, sérlega tryggur og góður heimilishundur. Skapgerð hans svipar mjög til Labrador og Golden Retriever hunda og hentar Australian Sheepdog einnig vel til þjónustustarfa, sérstaklega í björgunarsveitarstörf.
Hæð á herðarkamb: Hundar: 51 - 58 cm Tíkur: 46 - 53 cm
Þyngd: 20 - 25 kg
Lífslíkur: 12 - 13 ár
Upprunaland: Bandaríkin/Ástralía
Saga: Australian Shepherd var þróaður í Kaliforníu á 20. öld úr Áströlskum Fjárhundum. Hann var ræktaður til að henta síbreytilegu loftslagi Kaliforníu. Bændur og búgarðsmenn notuðu hann sem vinnuhund.
Hreyfiþörf: Þessir hundar eru algerir orkuboltar og hentar best frjáls víðátta. Hann ætti aldrei að loka inni í litlu plássi.
Feldhirða: Bursta ætti hann reglulega til að halda feldinum góðum.
Leyfilegir litir: Blue Merle (bládröfnóttur),svartur og red merle (rauðdröfnóttur) með eða án hvítra eða kopar rauðra flekkja. Má vera hvítur á hálsi, bringu, fótum, undir munni og með hvíta blésu. Það verður að vera litur í kring um augun.
Fóður: Royal Canin Medium línan
|