| 
                                                                 Bacopa caroliniana
  Uppruni:  Bandaríkin, Norður-Ameríka
  Hæð: 20-30+ cm
  Breidd: 3-6+ cm
  Birtuþörf: meðal-mjög mikil
  Hitastig: 15-28°C
  Hersla (kH): mjúkt-hart
  Sýrustig (pH): 5-8
  Vöxtur: hægur
  Kröfur: miðlungs
  Um plöntuna: Bacopa caroliniana hefur verið notuð í fiskabúrum um árabil. Hún gerir litlar kröfur en þarf sæmilega góða birtu. Hægur vöxtur plöntunar gerir að verkum að hún er ein fárra stilkjurta sem þarf lítið að hugsa um. Hún skartar sínu fegursta í smám þyrpingum. Auðvelt er að fjölga henni - bara klippa hliðarsprota af og stinga honum í botnlagið.   
                                                             |