| 
                                                                 Limnophila aquatica
  Uppruni: SA-Asía
  Hæð: 25-50 cm
  Breidd: 9-15 cm
  Birtuþörf: meðal-mjög mikil
  Hitastig: 20-30°C
  Hersla (kH): meðal-mjög hart
  Sýrustig (pH): 5-8
  Vöxtur: hraður
  Kröfur: meðal
  Um plöntuna: Limnophila aquatica er sérlega falleg búraplanta umvafin ljósgrænum og fingreinóttum blöðum. Hún vex hratt við rétt vaxtarskilyrði, í næringarríku botnlagi og með viðbættu CO2. Í góðri birtu myndar hún lárétta hliðarsprota og verður fallega þétt og loðin. Hún tekur sig best út í smáum þyrpingum. Í opnum búrum nær hún stundum að senda sprota upp úr vatnsborðinu og á þá vaxa lítil, blá blóm.   
                                                             |