Glossostigma elantinoides
Uppruni: Nýja-Sjáland, Ástralía
Hæð: 2-3+ cm
Breidd: 3+ cm
Birtuþörf: mikil-mjög mikil
Hitastig: 15-26°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-meðal
Sýrustig (pH): 5-7,5
Vöxtur: hraður
Kröfur: mjög erfið
Um plöntuna: Glossostigma elantinoides er mjög eftirsótt í japönskum fiskabúrum. Þetta er ein minnsta búraplantan og hentar því vel í forgrunni, en er erfið og þarf mikla birtu. Hún vex upp á við ef lýsing er léleg. Gæta þarf þess að stærri plöntur skyggi ekki á hana. Gott er að gróðursetja plöntuna í litlum þyrpingum (um 1/8 af potti) með nokkurra sentímetra millibili svo að hún vaxi fljótar saman. Mjúkt vatn og viðbætt CO2 eykur vöxtinn til muna.
|