Hemianthus callitrichoides
Uppruni: Kúba, Mið-Ameríka
Hæð: 1-3+ cm
Breidd: 3+ cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 20-28°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-mjög hart
Sýrustig (pH): 5-8
Vöxtur: meðal
Kröfur: meðal
Um plöntuna: Hemianthus callitrichoides er falleg og smávaxin forgrunnsplanta. Hún vex í þéttum þyrpingum og dafnar best í góðri birtu og eilítið súru vatni. Góð byrjunarplanta sem gefur ferskan, grænan lit í búrið og getur þakið botninn eins og teppi. Næringarríkt botnlag stuðlar að góðum vexti.
|