Black & Gold Chromis

Black & Gold Chromis (Behn’s Damselfish)
Neoglyphidodon (Paraglyphidodon) nigroris

Stærð: 9 cm

Uppruni:
Kyrrahaf
.

Um fiskinn:
Auðveldur, harðgerður og gull- fallegur fiskur. Ungviðið er gult með áberandi svörtum rákum (neðsta mynd) en svartleitir fullvaxta (efsta mynd). Þessi rólegi fiskur hentar mjög vel í flest samfélagsbúr. Hann er meinlaus og hægt að hafa góða torfu saman, sex eða fleiri. Stakir fiskar dafna illa. Gæta þarf þess að hafa ekki stærri engla með þeim eða ránfiska þar eð þetta er hrekklaus damsel. Ef búrfélagar eru yfirgangssamir hættir þessi fiskur að synda í torfu og heldur sér nær kóralgrjótinu. Þarf gott búr, hreint vatn og marga felustaði. Reef-safe.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður, vítamínbætt artemía, mýsisrækjur, þörunga- flögur. Fóðra minnst 3 sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 120 l.

Hitastig: 23-27°C

Verð: 1.890/1.990/2.190 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998