Black French Angel (Grey Angelfish) Pomacanthus arcuatus
Stærð: 50 cm
Uppruni: Vestur Atlantshaf.
Um fiskinn: Myndarlegur og harðger engill þótt hann sé ekki eins litfagur og aðrar tegundir (sjá neðri myndir). Frekar hlédrægur í fyrstu og felugjarn en verður fljótt áberandi. Þarf góða felustaði og mjög góð vatnsgæði. Getur verið yfirgangssamur við hægsyndandi fiska eins og skrínfiska. Ungviði fjarlægir sníkjudýr og dauðan vef af öðrum fiskum og er töluvert öðruvísi útlits (sjá efstu mynd). Harðger fiskur fyrir stór búr. Ekki reef-safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 680 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: J (ungv.): 9.290/10.490/13.890 kr.
|