Blue Damsel (Blue Devil) Chrysiptera cyanea
Stærð: 8 cm
Uppruni: V-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Þessi skærblái fiskur hefur laðað fleiri að sjávarfiskaeign en nokkur annar. Hann er litríkur, ódýr og harðgerður en getur orðið árasargjarn með aldrinum, einkum hængar. Hann getur verið leiðinlegur gagnvart rólyndari fiskum ss. kardinálum, góbum, eldfiskum og blennum. Þarf gott búr, hreint vatn og marga felustaði. Reef-safe. Hægt er að hafa par í litlu búri eða hóp i miðlungsstóru búri ef felustaðir eru nægir. Best að hýsa aðeins einn hæng í hvert búr nema búrið sé þeim mun stærra. Getur fjölgað sér í búri. Hryngnan og ungviði er alblátt með svart blett aftast á bakugganum (sjá litlu mynd). Sumir hængar frá Indónesíu hafa appelsínugulan sporð (Orange Tail) en annars bláan sporð með dekkri brún (Blue). Sporður hrygnunnar er gegnsær.
Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður, vítamínbætt artemía, mýsisrækjur, þörunga- flögur. Fóðra minnst 3 sinnum á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 110 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: Blue: 1.090/1.290/1.590 kr. Orange Tail: 1.590/4.590/5.390 kr.
|