Blueface Angel

Blueface Angel (Yellowmask Angelfish)
Pomacanthus (Euxiphipops) xanthometopon

Stærð: 38 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Vestur Kyrrahaf

Um fiskinn:
Yndislegur og frekar harðger engill sem þarf gott sundrými og nokkra felustaði (sjá neðri myndir). Frekar hlédrægur í fyrstu og felugjarn en verður fljótt áberandi ef hann er með rólegri fiskum og vatnsgæðin eru góð. Ekki eins yfirgangssamur við aðra og sumir englar en eltist við aðra englafiska. Ungviðið er töluvert öðruvísi útlits (sjá efstu mynd). Ekki reef-safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja.

Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 510 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: J (ungv.): 11.590/14.290/18.490 kr.
         A (fullorð.): 23.890/27.790/36.990 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998