Bluefin Dwarf Angel (Dusky Angelfish) Centropyge multispinis
Stærð: 14 cm
Uppruni: Indlandshaf-Vestur Kyrrahaf.
Um fiskinn: Dökkleitur dvergengill með fallega bláar útlínur. Vilja búr með miklu kórallagrjóti sem býður upp á gott beitiland. Hlédrægur í fyrstu og felugjarn en ágætlega sýnilegur þegar hann hefur vanist búrinu. Þarf góða felustaði og mjög góð vatnsgæði. Yfirleitt rólegur við aðra fiska og hafa má fleiri saman ef þeir eru settir í búrið a sama tíma. Sæmilega harðger fiskur sem er nokkuð reef-safe en getur átt það til að narta í kóralla.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu grænfóðri og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsis eða ferskt, fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur). Fóðra 2-3 sinnum á dag nema búrið sé vel gróið.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 210 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 4.690/6.190/6.990 kr.
|