Border Collie

Helstu staðreyndir:
Hann er barngóður og er eldsnöggur að læra. Kalt loftslag hentar honum vel. Borgarlíf á ekki vel við hann nema að eigandi passi að gefa honum mikla útrás fyrir hreyfi- og vinnuþörf hans.
 

Border Collie hvolpur

Border Collie
Merkjakolur


Þessi orkumikli, áhugasami hundur er mjög blíður að eðlisfari og seigur vinnuhundur. Hann er sérlega húsbóndahollur og auðveldur í þjálfun því hann er mjög greindur og vakandi.
Border Collie voru og eru enn vinsælustu smalarhundar Bretlands og Írlands. Þeir eru góðir heimilishundar ef þeir fá þá heyfingu sem þeir þarfnast. Þeir eru með einstaklega sterkt smalaeðli sem hefur verið náð fram með markvissri ræktun og gefið þeim frábæra smalarhæfileika. Ef hann fær ekki útrás fyrir vinnuþörf sína á hann það til að smala bæði öðrum hundum og fólki.

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 50 -55 cm
Tíkur: 47 - 52 cm

Þyngd:
14 - 22 kg.

Lífslíkur:
12 - 14 ár

Upprunaland:
Bretland..

Saga:
Haldið er að forfeður Border Collie hundanna séu af norrænu hundakyni sem gætti hreindýra. Þegar fyrstu Border Collie hundarnir komu með víkingunum til Bretlands blönduðust þeir við þarlenda fjárhunda. Border Collie fékk þó ekki nafn sitt fyrr en árið 1915 og er það dregið af héraðinu þar sem þetta hundakyn var þróað í, sem staðsett er á milli landamæra Englands og Skotlands. Hann er í flestum tilvikum enn að sinna sömu skyldum og hann gerði á átjándu öld - smala. Það var ekki búinn til standard fyrir þetta hundakyn fyrr en á nítjándu öld og árið 1976 var hann viðurkenndur af Hundaræktafélagi Englands. Hundaræktafélag Kanada viðurkenndi hann svo árið 1985.

Hreyfiþörf:
Mikil hreyfiþörf og helst einhver vinna.

Feldhirða:
Frekar lítil, bursta yfir hann öðru hvoru.

Leyfilegir litir:
Svartur & hvítur, rauður, blue merle, þrílitur, svartur og brúnn. Annars eru allir litir leyfðir svo lengi sem hvítur er ekki ráðandi.

Fóður:
Royal Canin Medium
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998